Mynd 1 af 4

Haukadalsvöllur

Golfklúbburinn Geysir

Um völlinn

Haukadalsvöllur er í hópi margra golfvalla Íslands sem eru einstakir á sinn hátt, og gestir heillast af náttúrufegurð vallarins. Edwin Roald Rögnvaldsson er hönnuður vallarins. Það er ljóst að honum tókst vel upp með ætlunarverkið að leggja nýjan golfvöll í það landslag sem var fyrir með sem minnstu jarðraski. Kylfingar sem leika á vellinum fá á tilfinninguna að völlurinn hafi ávallt verið í þessu umhverfi. Hver einast golfhola Haukadalsvallar er með sín sérkenni og eflaust skiptar skoðanir eru um hvaða holur vallarins standi upp úr í fegurð og glæsileika. Tvær par 3 holur eru á Haukadalsvelli. Þær eru báðar við Almenningsá sem rennur af krafti í gegnum völlinn.

Staðsetning

Veður

Lausir tímar

Lausir tímar eru ekki uppfærðir fyrir þennan völl