Byrjaðu að spila golf!
Það er enginn tilviljun að þú sért hér og hafir áhuga á að byrja í golfi! Hér færðu að vita hvað þarf til að hefja leikinn.
Golf veitir gleði alla ævi
Golfvöllurinn er ein fallegasta og náttúrulegasta íþróttaaðstaða í heimi. Hvort sem þú vilt æfa, keppa eða einfaldlega njóta þess að slá í rólegheitum þá hefur golfið eitthvað að bjóða fyrir þig. Það er skemmtilegt, félagslegt og gott fyrir heilsuna og golfklúbbar eru út um allt land.

Spilaðu og njóttu með vinum og fjölskyldu
Það er erfitt að fá leið á golfi. Þegar þú hittir boltann fullkomlega einu sinni, viltu endilega ná því aftur og aftur. Spilaðu með ömmu, litla bróður eða vinahópnum. Eða kynnstu fólki í gegnum íþróttina! Golfið er í senn íþrótt og félagsstarfsemi þar sem fólk á öllum aldri og með mismunandi reynslu getur leikið saman. Allt í kringum landið geturðu upplifað stórbrotna náttúru Íslands með golfi. Og ef þig langar að spila í framandi umhverfi þá er golf líka frábær leið til að ferðast og uppgötva önnur lönd.

Golf er ein fjölmennasta íþróttin á Íslandi með yfir 27.000 skráða kylfinga á öllum aldri
Þetta er íþrótt sem sameinar tækni, leikskilning og náttúruupplifun. Fullkomin fyrir þá sem vilja skemmtilega og félagslega áskorun.
Algengar spurningar
Náðu tökum á leiknum!
Hér er listi yfir golfkennara sem bjóða fram aðstoð sína. Eins eru golfklúbbarnir með námskeið og golfkennara sem henta vel fyrir þá sem eru að slá sína fyrstu bolta.

Kjartan Tómas Guðjónsson
Sjálfstætt/GR/GKB
Byrjaði ungur í golfi árið 2000 og hef verið með mikla golfdellu síðan þá. Keppti á unglingamótaröðinni og hef verið viðloðandi íþróttina í 25.ár.

Andrea Ásgrímsdóttir

Andri Ágústsson
GM

Ari Magnússon

Arnar Már Ólafsson

Arnar Snær Hákonarson

Axel Bóasson

Árni Páll Hanson

Ástráður Sigurðsson

Ástrós Arnarsdóttir

Birgir Leifur Hafþórsson

Birgir Vestmar Björnsson

Birkir Þór Baldursson
Golfklúbburinn Leynir
Íþróttarstjóri hjá Leyni á Akranesi, golfkennaranemi sem útskrifast 2025
