Byrjaðu að spila golf!
Það er enginn tilviljun að þú sért hér og hafir áhuga á að byrja í golfi! Hér færðu að vita hvað þarf til að hefja leikinn.
Golf veitir gleði alla ævi
Golfvöllurinn er ein fallegasta og náttúrulegasta íþróttaaðstaða í heimi. Hvort sem þú vilt æfa, keppa eða einfaldlega njóta þess að slá í rólegheitum þá hefur golfið eitthvað að bjóða fyrir þig. Það er skemmtilegt, félagslegt og gott fyrir heilsuna og golfklúbbar eru út um allt land.

Spilaðu og njóttu með vinum og fjölskyldu
Það er erfitt að fá leið á golfi. Þegar þú hittir boltann fullkomlega einu sinni, viltu endilega ná því aftur og aftur. Spilaðu með ömmu, litla bróður eða vinahópnum. Eða kynnstu fólki í gegnum íþróttina! Golfið er í senn íþrótt og félagsstarfsemi þar sem fólk á öllum aldri og með mismunandi reynslu getur leikið saman. Allt í kringum landið geturðu upplifað stórbrotna náttúru Íslands með golfi. Og ef þig langar að spila í framandi umhverfi þá er golf líka frábær leið til að ferðast og uppgötva önnur lönd.

Golf er ein fjölmennasta íþróttin á Íslandi með yfir 27.000 skráða kylfinga á öllum aldri
Þetta er íþrótt sem sameinar tækni, leikskilning og náttúruupplifun. Fullkomin fyrir þá sem vilja skemmtilega og félagslega áskorun.
Algengar spurningar
Náðu tökum á leiknum!
Hér er listi yfir golfkennara sem bjóða fram aðstoð sína. Eins eru golfklúbbarnir með námskeið og golfkennara sem henta vel fyrir þá sem eru að slá sína fyrstu bolta.

Kjartan Tómas Guðjónsson
Sjálfstætt/GR/GKB
Byrjaði ungur í golfi árið 2000 og hef verið með mikla golfdellu síðan þá. Keppti á unglingamótaröðinni og hef verið viðloðandi íþróttina í 25.ár.

Andrea Ásgrímsdóttir

Andri Ágústsson
GM

Ari Magnússon

Arnar Már Ólafsson

Arnar Snær Hákonarson

Axel Bóasson

Árni Páll Hanson

Ástráður Sigurðsson

Ástrós Arnarsdóttir

Birgir Leifur Hafþórsson

Birgir Vestmar Björnsson

Birkir Þór Baldursson
Golfklúbburinn Leynir
Íþróttarstjóri hjá Leyni á Akranesi, golfkennaranemi sem útskrifast 2025

Björn Kristinn Björnsson
Keilir

Brynjar Örn Rúnarsson

Cedric Etienne Hannedouche

Dagur Ebenezersson
GM
Íþróttastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar og hef starfað þar frá 2012, útskrifaðist sem PGA golfkennari 2021. Kenni öllum getustigum, frá byrjendum í afrekskylfinga.

David Kolev
Golfhöllin
Byrjaði í golfi í Varna Búlgaríu árið 2008. Vann 5 ár á Thracian Cliffs og við golfkennslu í 4 ár hjá National Golf Academy í Búlgaríu. Hefur unnið hjá Golfhöllinni frá opnun í október 2021.

Davíð Gunnlaugsson
GM
Ég útskrifast sem PGA golfkennari árið 2015. Starfaði sem íþróttastjóri GM frá árinu 2016-2023. Var valinn golfkennari ársins af félagsmönnum PGA árið 2021.

Einar Lyng Hjaltason

Friðrik Gunnarsson

Grétar Eiríksson

Guðjón G. Daníelsson
GKG/GSE
Er búinn að spila golf frá árinu 1992 og hef verið að kenna golf frá árinu 2019. Útskrifaðist sem fullgildur PGA kennari árið 2021. Hef verið við golfkennslu á Spáni.

Guðmundur Daníelsson

Guðmundur Örn Árnason
Nesklúbburinn
Guðmundur Örn, íþróttafræðingur og golfkennari hjá Nesklúbbnum, býður upp á fjölbreyttar leiðir í golfkennslu og styrktarþjálfun fyrir kylfinga á öllum getustigum. Þú getur lesið meira um Guðmund og skoðað úrval þjálfunarleiða á gudmundurorn.is.

Gunnlaugur Hafst. Elsuson

Hallsteinn I Traustason

Haraldur Þórðarson

Haukur Már Ólafsson

Heiðar Davíð Bragason

Helgi Anton Eiríksson

Helgi Dan Steinsson

Hlynur Geir Hjartarson

Hlöðver Sigurgeir Guðnason
GKG og Golfstöðin
Golfkennsla síðan 2012. PGA útskrift 2015 Fararstjórn og golfkennsla erlendis. Golfkennsla og golfnásmskeið öll getustig, allann daginn 09-21:00

Hulda Birna Baldursdóttir

Hörður H. Arnarson

Ingi Rúnar Gíslason

Ingibergur Jóhannsson

Ingvar Jónsson

Írena Ásdís Óskarsdóttir

Jóhann Kristján Hjaltason

Jón Andri Finnsson

Jón Karlsson

Jón Þorsteinn Hjartarson

Karen Sævarsdóttir
Keilir

Karl Haraldsson

Karl Ómar Karlsson

Katrín Dögg Hilmarsdóttir
GM

Kristvin Bjarnason

Magnús Birgisson

Magnús Máni Kjærnested
Nesklúbburinn
Maggi hefur starfað hjá Nesklúbbnum til fjölda ára við þjálfun barna og unglinga og hafði hann yfirumsjón með golfleikjanámskeiðum á vegum Nesklúbbsins til nokkurra ára. Hann keppti fyrir A-sveit Nesklúbbsins í Íslandsmóti golfklúbba. Maggi varð klúbbmeistari Nesklúbbsins í höggleik (kk) og holukeppni árið 2023 og tekur vel á móti öllum sem vilja bæta sinn leik. Hann er nemi í Golfkennaraskóla PGA á Íslandi Þjálfun: + TPI Titleist Performance Institute Level 1. + PGA Barna- og Nýliðakennari + Nemi í Golfkennarskóla PGA á Ísland

Margeir Vilhjálmsson
Sjálfstætt starfandi
Golfkennsla, golfnámskeið, golfhermir. Allt fyrir þig til að verða betri í golfi.

Nökkvi Gunnarsson
Prósjoppan

Ólafur Björn Loftsson

Ólafur Gylfason

Pétur Valgarðsson
GM
Golfkennari hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Býð upp á einkatíma og hóptíma fyrir öll getustig.

Phil Hunter
Oddur

Rafn Stefán Rafnsson

Ragnhildur Sigurðardóttir
Golfhöllin
PGA golfkennari frá árinu 2008. Byrjaði í golfi 1983, keppti í landsliði Íslands frá 1985-2002. Kenndi golf hjá Golfklúbbi Reykjavíkur sumarið 1986 og hefur verið viðloðandi golfkennslu síðan. Meðeigandi golfferðafyrirtækisins GolfSögu sem selur kylfingum golfferðir til Spánar. Nokkrir Íslandsmeistaratitlar á bakinu og forgjöf +0.4

Rögnvaldur Magnússon
Oddur

Sigurður Hafsteinsson

Sigurpáll Geir Sveinsson

Snorri Páll Ólafsson

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir

Steinn Baugur Gunnarsson

Sturla Höskuldsson

Úlfar Jónsson

Victor Rafn Viktorsson

Þorlákur Grímur Halldórsson
Góð ráð

Hvað á ég að gera þegar aðrir pútta?

Hvað á ég að gera við flaggið?

Hjálpið hinum að leita

Hvar á ég að standa þegar aðrir slá?

Hvað geri ég í glompunni?

Hver byrjar?

Hvert má ég fara með golfkerruna?

Hvenær á ég að slá?

Hvernig á ég að umgangast golfvöllinn?

Góður leikhraði skiptir máli!
Hvað á ég að gera þegar aðrir pútta?
Æfingasvæði
Æfingasvæði eru opin öllum kylfingum, óháð því hvort þeir séu í golfklúbbi eða ekki. Þar getur hver sem er komið til að æfa pútt, vippur eða löng högg, hvort sem það er til undirbúnings fyrir hring eða einfaldlega til að bæta sig í golfi.

GMOS - púttflöt
Golfklúbbur Mosfellsbæjar

GMOS - chip svæði
Golfklúbbur Mosfellsbæjar

GMOS - æfingasvæði
Golfklúbbur Mosfellsbæjar

Básar - púttflöt
Golfklúbbur Reykjavíkur

Básar - æfingasvæði
Golfklúbbur Reykjavíkur
Básar er golfæfingasvæði í Grafarholti þar sem kylfingum gefst tækifæri á að æfa sveifluna með Trackman tækni allan ársins hring. Boðið er upp á 50 bása sem allir hafa hitalampa og skjá til æfinga. Hurðar eru fyrir básum á báðum hæðum sem veita skjól og því geta kylfingar æft sig bæði í hita og logni. Útisvæðið er 5 hektarar og er æfingasvæðið flóðlýst, því er myrkur ekki fyrirstaða æfinga á dimmari dögum. Ekki er þörf á að bóka tíma, bara mæta og koma sér fyrir á bás!

Hraunkot
Golfklúbburinn Keilir

Oddur - púttflöt
Golfklúbburinn Oddur

Oddur - chip svæði
Golfklúbburinn Oddur

Oddur - æfingasvæði
Golfklúbburinn Oddur

Nesklúbburinn - æfingasvæði
Nesklúbburinn