Byrjaðu að spila golf!
Það er enginn tilviljun að þú sért hér og hafir áhuga á að byrja í golfi! Hér færðu að vita hvað þarf til að hefja leikinn.
Golf veitir gleði alla ævi
Golfvöllurinn er ein fallegasta og náttúrulegasta íþróttaaðstaða í heimi. Hvort sem þú vilt æfa, keppa eða einfaldlega njóta þess að slá í rólegheitum þá hefur golfið eitthvað að bjóða fyrir þig. Það er skemmtilegt, félagslegt og gott fyrir heilsuna og golfklúbbar eru út um allt land.

Spilaðu og njóttu með vinum og fjölskyldu
Það er erfitt að fá leið á golfi. Þegar þú hittir boltann fullkomlega einu sinni, viltu endilega ná því aftur og aftur. Spilaðu með ömmu, litla bróður eða vinahópnum. Eða kynnstu fólki í gegnum íþróttina! Golfið er í senn íþrótt og félagsstarfsemi þar sem fólk á öllum aldri og með mismunandi reynslu getur leikið saman. Allt í kringum landið geturðu upplifað stórbrotna náttúru Íslands með golfi. Og ef þig langar að spila í framandi umhverfi þá er golf líka frábær leið til að ferðast og uppgötva önnur lönd.

Golf er ein fjölmennasta íþróttin á Íslandi með yfir 27.000 skráða kylfinga á öllum aldri
Þetta er íþrótt sem sameinar tækni, leikskilning og náttúruupplifun. Fullkomin fyrir þá sem vilja skemmtilega og félagslega áskorun.
Algengar spurningar
Góð ráð

Hvað á ég að gera þegar aðrir pútta?

Hvað á ég að gera við flaggið?

Hjálpið hinum að leita

Hvar á ég að standa þegar aðrir slá?

Hvað geri ég í glompunni?

Hver byrjar?

Hvert má ég fara með golfkerruna?

Hvenær á ég að slá?

Hvernig á ég að umgangast golfvöllinn?

Góður leikhraði skiptir máli!
Hvað á ég að gera þegar aðrir pútta?
Æfingasvæði
Æfingasvæði eru opin öllum kylfingum, óháð því hvort þeir séu í golfklúbbi eða ekki. Þar getur hver sem er komið til að æfa pútt, vippur eða löng högg, hvort sem það er til undirbúnings fyrir hring eða einfaldlega til að bæta sig í golfi.


GKG - púttflöt
Vífilsstaðavegur, 210 Garðabær


GKG - vippsvæði
Vífilsstaðavegur, 210 Garðabær


GMOS - púttflöt
Æðarhöfði 36, 270 Mosfellsbær


GMOS - æfingasvæði
Æðarhöfði 36, 270 Mosfellsbær


GMOS - vipp svæði
Æðarhöfði 36, 270 Mosfellsbær

Básar - púttflöt
Grafarholt, 113 Reykjavík

Básar - æfingasvæði
Grafarholt, 113 Reykjavík


Hraunkot
Steinholt 1, 220 Hafnafjörður


Oddur - púttflöt
Urriðarholt, 210 Garðabær


Oddur - æfingasvæði
Urriðarholt, 210 Garðabær


Oddur - vipp svæði
Urriðarholt, 210 Garðabær


Setberg - púttflöt
Fagraberg 30, 221 Garðabær


Setberg - æfingasvæði
Fagraberg 30, 221 Garðabær


Setberg - par 3 völlur
Fagraberg 30, 221 Garðabær


Nesklúbburinn - æfingasvæði
Suðurströnd 107, 170 Seltjarnarnes